Lögreglan heldur uppboð á óskilamunum

Lögreglustöðin

Mynd: Kaffið.is/Jónatan.

Lögreglan á Norðurlandi eystra boðar til uppboðs á óskilamunum föstudaginn 11. maí kl. 12.00. Uppboðið verður haldið á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti á Akureyri. Þar verður hægt að bjóða í reiðhjól, fjórhjól og fleiri óskilamunu sem hafa verið  í vörslum lögreglunnar í ár eða lengur.

Í tilkynningunni segir:
Munir verða seldir í því ástandi sem þeir eru á söludegi og lögreglustjóri tekur enga ábyrgð á ástandi óskilamuna sem verða seldir. Krafist verður greiðslu við hamarshögg.

Sambíó

UMMÆLI