Múlaberg

Lögreglan leitar vitna að líkamsárás

Lögreglan leitar vitna að líkamsárás

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lýst eftir vitnum að meintri líkamsárás sem átti sér stað á Hafnarstræti á Akureyri, skammt frá pylsuvagninum, um korter í eitt á aðfaranótt sunnudags.

Maður á sextugsaldri var að ræða við fjóra menn sem endaði með handalögmálum. Maðurinn lá eftir í götunni eftir atvikið. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar.

Lögreglan er með upptöku af árásinni en þar sést meðal annars að nokkrir urðu vitni að atvikinu. Lögreglan óskar eftir að sú vitni hafi samband við sig til að ræða málið. 

Þá er þeir sem hafa upplýsingar um líkamsárásina eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í gegn um síma 444-2800, í gegn um tölvupóstfangið nordurland.eystra@logreglan.is eða með því að senda einkaskilaboð á Facebook-síðu lögreglunnar

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó