Lögreglan lokaði tveimur veitingastöðum á Akureyri

Lögreglan lokaði tveimur veitingastöðum á Akureyri

Lögreglan á Norðurlandi eystra lokaði tveimur veitingastöðum á Akureyri í gærkvöldi. Annar staðurinn gat ekki framvísað gildu rekstrarleyfi en hinum staðnum var lokað vegna brots á sóttvarnarlögum.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að á þessum tiltekna stað hafi enn verið að þjóna til borðs um klukkan 23:15 og að um 50 gestir hafi þá verið í húsinu. Samkvæmt reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar skulu gestir hafa yfirgefið veitingahús eigi síðar en kl 23:00.

„Þónokkuð var af fólki í bænum og sinnti lögreglan einnig ölvunar- og hávaðaútköllum fram undir morgun. Í einu útkallinu fannst lítilræði af fíkniefnum sem voru haldlögð,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

https://www.facebook.com/logreglannordurlandieystra/posts/2849863475265917

UMMÆLI

Sambíó