Lögreglan á Norðurlandi eystra fer í umferðarátak gegn ölvunarakstri

Desembermánuður er tími freistinga og margir sem setjast undir stýri undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Mynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra.

Lögreglan á Norðurlandi eystra gaf út yfirlýsingu í gær þess efnis að rúma viku, frá 7. – 17. desember, verði hún í sérstöku umferðarátaki gegn ölvunar- og vímuástandi ökumanna. Lögreglumenn sjást víða um embættið við vinnu sína alla þessa daga, á öllum tímum sólahrings.

Þá brýna þeir fyrir ökumönnum að vera allsgáðir við aksturinn og minna í leiðinni á að desember er sérstaklega hættulegur mánuður vegna allra þeirra samkvæma sem eru víða í tilefni jólanna og því freistist ökumenn oftar en ella til að keyra undir áhrifum.

 

,,Vonumst við hins vegar til að ökumenn láti skynsemina ráða með þeim einföldu skilaboðum “ eftir einn ei aki neinn “ því afleiðingar aksturs undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna verða stundum óbærilegar þeim sem hlut eiga að máli,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó