NTC netdagar

Lögreglan varar við grunsamlegum símtölumMynd: HA / Auðunn Níelsson.

Lögreglan varar við grunsamlegum símtölum

Lögreglan á Norðurlandi eystra og lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu sendi út tilkynningu í dag þar varað er við grunsamlegum símtölum. Símtölin eru bæði úr íslenskum og erlendum símanúmerum, þar sem reynt er að fá fólk til að gefa upp persónuupplýsingar og/eða fara í viðskipti með rafmyntir.

„Í a.m.k. einu tilfelli virðist vera um Íslending að ræða sem hringir. Íslensku símanúmerunum var úthlutað til fyrirtækja sem seldu þau úr landi og eru þau m.a. notuð fyrir netsíma sem erfitt er að rekja,“ segir í tilkynningunni.

Lögreglan varar við því að fólk svari óumbeðnum símtölum um viðskipti með rafmyntir og símtölum þar sem reynt er að fá upp úr fólki persónuupplýsingar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó