Lokadagur bæði Polla- og N1 mótanna í dag

Lokadagur bæði Polla- og N1 mótanna í dag

Í dag er lokadagur bæði Pollamótsins og N1 mótsins. Um 2000 börn í 200 liðum voru skráð til leiks á N1 mótinu. Á Pollamótinu voru 68 lið skráð og því að minnsta kosti 476 leikmenn en leikmannafjöldi þar er óljós því fjöldi skiptimanna er ótakmarkaður.

Þessi helgi er einn fjölmennasti viðburður á Akureyri hvert ár og hefur fest sig vel í sessi. Bæði mótin hafa nú verið haldin í 31 ár.

Úrslitaleikur Polladeildarinnar (karlar 28+) fer fram í Boganum núna kl 16:00 þar sem liðin Rómverjar og FC Samba munu etja kappi og er von á spennandi leik.

Rómverjar, eitt af liðunum sem fara í úrslitaleik Pollamótsins innan skamms. Ljósmynd aðsend.

UMMÆLI