Lokatölur úr Norðaustur – Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn

a-vidreisn

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar

Búið er að telja upp úr öllum kjörkössum í Norðaustur kjördæmi en alls greiddu 23.613 atkvæði. Auðir seðlar voru 839 og ógildir alls 71. Það þýðar að kjörsókn í kjördæminu var 79,9%.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í kjördæminu en hann hlaut alls 6014 atkvæði eða 26,5% atkvæða. Næst stærsti flokkur kjördæmisins er Framsóknarflokkurinn með 20% eða alls 4542 atkvæði.

Björt framtíð hlaut 774 atkvæði eða 3,4% sem þýðir að Preben Pétursson oddviti flokksins nær ekki kjöri. Viðreisn fékk 1482 atkvæði eða 6,5% sem dugði til að tryggja formanni flokksins, Benedikt Jóhannessyni, sæti sem jöfnunarþingmaður.

Þá hlaut Samfylking 1816 atkvæði eða 8% atkvæði sem tryggir þeim oddvita flokksins, Loga Einarsson á þing. Vintri grænir komu vel út í kjördæminu og fengu 20% atkvæða sem skilaði þeim tveimur þingmönnum. Píratar feguu 10% atkvæða sem tryggði Einari Brynjólfssyni þingsæti.


UMMÆLI

Sambíó