Lokatónleikar Stelpur Rokka í Rósenborg í dag


Lokatónleikar Rokksumarbúða Stelpur Rokka fyrir stelpur á aldrinum 10-12 ára á Akureyri verða haldnir í dag kl 16:00. Tónleikarnir fara fram á fjórðu hæð í Rósenborg, gamla Barnaskólanum.

Frítt inn og allir velkomnir að koma og sjá þessar hæfileikaríku stelpur stíga á stokk.„Þær eru búnar að rokka alla vikuna og ætla að spila frumsamda tónlist,“ segir á Facebook síðu hópsins

UMMÆLI