beint flug til Færeyja

Lúsmý herjar á NorðurlandMynd: mbl.is

Lúsmý herjar á Norðurland

Lúsmýið er komið norður og er farið að plaga Akureyringa og gesti bæjarins. Krem til að vinna bug á kláða og koma í veg fyrir bit seldust upp hjá lyfsölum um helgina. Þetta kemur fram á vef fréttastofu RÚV.

Menn urðu fyrst varir við lúsmý hér á landi árið 2015. Í fyrstu hélt lúsmýið sér á Suðvesturlandi en hefur nú dreift sér um landið. Lúsmýið hefur dreift sér hratt en það hefur þó ekki enn fundist á Aust- og Vestfjörðum, né á Snæfellsnesi. Margt er enn óvitað um lúsmýið og til dæmis ekki vitað hvar hún fjölgar sér.

Starfsmaður í Apótekaranum á Akureyri segir í samtali við fréttastofu RÚV að sumir hafi verið mjög illa bitnir. „Það eru mjög margir með ljót bit. Ég hef ráðlagt einhverjum að kíkja á þetta hjá lækni. En kannski flestir eru með minna en þá bara dugir smá krem þótt sumir þurfi að taka ofnæmislyf til að ráða við kláðann.“

Hægt er að lesa umfjöllun RÚV í heild sinni með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI