Maður stunginn á Kópaskeri

Maður stunginn á Kópaskeri

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um klukkan 21:00 í gærkvöldi um að maður hafði verið stunginn með hnífi í heimahúsi á Kópaskeri. Lögreglumenn frá Akureyri og Húsavík fóru á staðinn ásamt rannsóknarlögreglumönnum og voru komnir á vettvang kl: 22:50 en slæmt veður var á Kópaskeri og vegir ófærir að þorpinu.
Árásarmaðurinn sem braut sér leið inn í húsið var þá farinn af vettvangi. Læknir sinnti þeim slasaða sem var með takmarkaða meðvitund. Þyrla landhelgisgæslunnar lenti um klukkan 23:40 með sérsveitarmenn innanborðs og fluttu þann slasaða á gjörgæsluna á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Gerandinn fannst svo um klukkan 01:00 í nótt og var handtekinn, hann er karlmaður á fimmtugsaldri. Tvennt annað var handtekið og var fólkið flutt í fangageymslur á Akureyri.

Hér að neðan má lesa tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

UMMÆLI