fbpx

Maður í vandræðum á svifnökkva – Björgunarsveitin kölluð út


Lögreglunni barst tilkynning kl. 17.30 í dag um mann í vandræðum á svifnökkva á Pollinum á Akureyri. Björgunarsveitin var kölluð út til aðstoðar manninum en að sögn lögreglu er engin hætta á ferðum. Maðurinn var þó töluvert langt frá landi þegar svifnökkvinn bilaði.
Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu.

UMMÆLI

Gormur