beint flug til Færeyja

Magnaður sigur KA/Þór í Evrópubikarnummynd: Þórir Tr.

Magnaður sigur KA/Þór í Evrópubikarnum

KA/Þór spilaði í dag fyrri leik sinn gegn Kósóvómeisturunum KHF Istogu. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann leikinn 26:22. Um var að ræða fyrsta Evr­ópu­leik KA/Þór í sögu fé­lags­ins.

KA/Þór fóru illa af stað og voru 1:4 und­ir eft­ir tíu mín­útna leik. Liðið vann sig þó mjög vel inn í leik­inn í kjöl­farið, skoraði næstu fjög­ur mörk og kom sér þannig í 5:4 for­ystu.

Jafn­ræði var með liðunum það sem eft­ir lifði fyrri hálfleiks þar sem liðin skipt­ust á að ná eins marks for­ystu. Heima­kon­ur í Istogu leiddu með einu marki, 11:12, í leik­hléi.

Í síðari hálfleik var áfram allt í járn­um. KA/Þ​ór sneri tafl­inu við snemma í hon­um og komst mest tveim­ur mörk­um yfir, 18:16. Istogu gáf­ust ekki upp og jöfnuðu met­in í 18:18 og skipt­ust liðin áfram á að ná eins marks for­ystu. Und­ir lok­in, eftir að Istogu komst í 21:22, tókst norðan­kon­um hins veg­ar að sigla vel fram úr með því að skora síðustu fimm mörk leiks­ins og höfðu að lok­um frá­bær­an fjög­urra marka sig­ur, 26:22.

Unnur Ómarsdóttir var markahæst hjá KA/Þór með 8 mörk og næst komu þær Aldís Ásta Heimisdóttir með 5 mörk, Sofie Söberg Larsen 4 og Martha Hermannsdóttir með 3 mörk. Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2 og Rakel Sara Elvarsdóttir gerðu tvö mörk og þær Anna Þyrí Halldórsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir gerðu eitt mark.
Í markinu varði Matea Lonac 14 skot.

KA/Þór leiðir því fyrir síðari leikinn sem er klukkan 16:00 á morgun en leikurinn á morgun telst vera heimaleikur KA/Þórs. Leikur morgundagsins verður í beinni útsendingu á EHF-TV.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó