Maria hlýtur veglegan styrk fyrir doktorsverkefni sitt

Maria hlýtur veglegan styrk fyrir doktorsverkefni sitt

Maria Finster Úlfarsson, doktorsnemi við Hjúkrunardeild Háskólans á Akureyri, hefur hlotið veglegan styrk úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur fyrir doktorsverkefni sitt „Þátttaka, stuðnings- og fræðsluþarfir fullorðinna barna við umönnun mæðra á hjúkrunarheimilum.“

„Fullorðin börn, ásamt mökum, gegna lykilhlutverki í lífi íbúa á hjúkrunarheimilum. Þó að bæði dætur og synir taki þátt í umönnun virðast þarfir þeirra oft vera mismunandi og stuðningur frá heilbrigðisstarfsfólki getur verið af skornum skammti. Meginmarkmið doktorsverkefnisins er að kanna hvort kynjamunur komi fram í þátttöku fullorðinna barna í umönnun mæðra sinna á hjúkrunarheimilum og greina þarfir þeirra fyrir fræðslu og stuðning,“ segir í umfjöllun um verkefnið á vef Háskólans á Akureyri.

Hér má lesa nánar um verkefnið á vef Hákólans á Akureyri.

COMMENTS