Verðlaun í árlegri ritlistakeppni Ungskálda voru veitt við hátíðlega athöfn á Amtsbókasafninu í gær. Fyrstu verðlaun hlaut Mars Baldurs fyrir verkið “Svefn”, í öðru sæti var Sólveig Lára Skarphéðinsdóttir fyrir verkið “Heilaþoka” og í þriðja sæti var Eyrún Lilja Aradóttir fyrir verkið “23”.
Að Ungskáldaverkefninu standa Amtsbókasafnið á Akureyri, Ungmennahúsið í Rósenborg, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Akureyri og Atvinnuö, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar. Ungskáldaverkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.


COMMENTS