Gæludýr.is

Marta María Jóhannsdóttir valin skautakona LSA

Marta María Jóhannsdóttir, skautakona LSA 2017.

Marta María Jóhannsdóttir hefur náð framúrskarandi árangri í listhlaupi síðustu ár og hefur síðastliðinn vetur sýnt fram á ótrúlega færni í íþróttinni. Marta María varð t.a.m. fyrsti skautarinn til þess að ná tæknistigsviðmiði, í stuttu prógrammi, inn í Afrekshóp. Tæknistigsviðmiðin í stuttu prógrammi eru 20 stig og Marta náði því viðmiði með 20,37 stig á Íslandsmótinu í nóvember. Þetta telst mjög góður árangur hjá skautara sem er aðeins á sínu öðru móti í þessum keppnisflokki. Ásamt því hefur hún unnið keppnisflokkana sína alltaf með yfirburðum í bæði Advanced Novice og Junior-flokki síðustu vetra.

Marta hlaut verðlaunin fyrir virkilega góða ástundun og árangur í íþróttinni og fyrir að vera góð fyrirmynd fyrir aðra skautara. Listhlaup á skautum er ung íþrótt hérlendis en er að blómstra um þessar mundir og þar er Marta fremst í flokki.

Sambíó

UMMÆLI