Matargjafir Akureyrar og nágrennis fékk eina milljón í styrk frá NettóSöfn­un­ar­féð úr Not­um netið til góðra verka var veitt ýms­um góðgerðarfé­lög­um við hátíðlega athöfn í Nettó Mjódd í dag í til­efni Nettódags­ins.

Matargjafir Akureyrar og nágrennis fékk eina milljón í styrk frá Nettó

Matargjafir Akureyri og nágrenni hlaut eina milljón króna í styrk frá matvöruversluninni Nettó. Styrkurinn er hluti af góðgerðarátakinu „Notum netið til góðra verka“ sem Nettó stóð fyrir í nóvember. Átakið fól í sér að 200 krón­ur af hverri pönt­un úr net­versl­un­inni runnu til góðgerðar­mála. Það kom svo í hlut viðskipta­vina að velja mál­efni til að styrkja og bár­ust yfir 2.000 til­lög­ur. Rúm­lega 10 millj­ón­ir króna söfnuðust í góðgerðarátak­inu en í heild hef­ur Nettó veitt um 44 millj­ón­ir króna til góðgerðar­mála í ár.

Þakklátar og klökkar yfir styrknum

Facebook-hópurinn Matargjafir Akureyri og nágrenni er hópur sem hjálpar fjölskyldum sem hafa lítið milli handanna um jólin. Það eru þær Sunna Ósk og Sigrún Steinarsdóttir sem halda úti síðunni og sjá um að taka á móti framlögum og dreifa til þeirra sem eiga lítið yfir hátíðarnar. Þessi síða hefur hjálpað ótrúlega mörgum í gegnum árin og unnið ómetanlegt starf fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda. Síðan er starfrækt allt árið en sérstaklega margar fyrirspurnir berast á þessum árstíma og fleiri í ár en hafa nokkurn tíman verið.

,Við þökkum Nettó sem og þeim sem kusu okkur inn á Nettó síðunni. Við erum mjög þakklátar og klökkar. Þessi styrkur kemur sér ákaflega vel,“ segja stjórnendur síðunnar um styrkinn.

Ástandið er sérstaklega erfitt í ár hjá mörgum svo við bendum á að söfnun er enn í fullum gangi hjá þessu verðuga málefni. Matargjafir, bónuskort, upphæðir – Öll framlög eru velkomin.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó