Það er alltaf nóg um að vera á Norðurlandi og á árinu ræddi Kaffið.is við fullt af áhugaverðum einstaklingum.
Hér að neðan má finna þau viðtöl sem vöktu mesta athygli hjá lesendum.
1. „Sáum alltaf fyrir okkur að þetta fyrirbæri yrði meira heldur en bara fatabúð“
Æskuvinkonurnar Sóley Eva Magnúsdóttir og Ylfa Rún Arnarsdóttir opnuðu vintage fataverslunina Kex Studio. Þær sögðu okkur frá hugmyndinni.
2. Réttindabaráttan fyrir dótturina varð að aðalstarfi
Mannkennd er ný bókaútgáfa sem gefur út barnabækur um fötlunarfjölbreytileika. Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, stofnandi bókaútgáfunnar, ræddi við Kaffið.is um innblástur sinn.
3. „Frábært samfélag sem við erum ótrúlega heppin að eiga hér fyrir norðan“
Kaffið.is og Háskólans á Akureyri halda úti viðtalsseríu þar sem lesendur fá að kynnast mannlífinu í HA. Maríanna Rín var ein af viðmælendunum í ár.
Þær Guðrún Birna le Sage og Gunnhildur Ólafsdóttir ræddu við Kaffið um starfsemi Píeta á Norðurlandi.
5. Kaffihúsið tvöfaldaði veltuna
Rúnar Freyr kíkti í heimsókn til Daladýrðar og ræddi við eigendur.
6. „Gaman að geta heiðrað hann í gegnum það sem við elskuðum saman“
Myndlistarmaðurinn Stefán Óli Baldursson er maðurinn á bakvið nýtt vegglistaverk í Listagilinu á Akureyri sem vakti mikla athygli á árinu. Hann ræddi við Kaffið um verkið.
7. Hulda B. Waage og Kraftlyftingafélag Akureyrar á Hjalteyri
María Hjelm heimsótti Hjalteyri og ræddi við Huldu B. Waage um kraftlyftingar og starfsemi KFA á Hjalteyri.
8. Ég vil frekar bara ekki hugsa og skjóta
Alfreð Leó Svansson var valinn íþróttakarl ársins hjá Þór árið 2024. Hann ræddi við Kaffið um viðurkenninguna.
9. Heiðbjört Ósk gefur út sína fyrstu bók – „Sögur allra mæðra skipta máli“
Heiðbjört Ósk Ófeigsdóttir gaf nýverið út sína fyrstu bók sem ber heitið Mamma – sagan þín, ásamt Maríu Hólmgrímsdóttur og Sísí Sigurðardóttur. Hún ræddi við Kaffið um útgáfuna.
10. „Akureyri er fallegur bær sem býr yfir einhverju sérstöku sem er erfitt að útskýra“
Bræðurnir Łukasz og Tomasz frá Póllandi fluttu til Akureyrar árið 2008. Fyrir þremur árum stofnuðu þeir saman fyrirtækið LukTom.


COMMENTS