Prenthaus

Metumferð var um Víkurskarðið í síðasta mánuði

Vinna við gerð Vaðlaheiðargangna fer senn að enda

Vinna við gerð Vaðlaheiðargangna fer senn að enda

Vegagerðin hefur tekið saman umferðatölur fyrir Víkurskraðið í septembermánuði og sýna tölurnar gríðarlega aukningu á akstri um skarðið.

Í nýliðnum mánuði fóru alls 62.916 ökutæki um skarðið en það er tæplega 30% aukning milli ára. Mest jókst umferðin á miðvikudögum, um tæplega 37% en meðalumferð um skarðið á dag fyrir árið 2016 stefnir nú í 1600 ökutæki.

Þessa aukningu má að sjálfsögðu rekja að mestu til aukins ferðamannastraums en um algjört metár er nú að ræða í ferðamannaiðnaðnum.

Eins og Kaffið greindi frá fyrir skemmstu ganga framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng vel en alls er búið að grafa 84.6% ganganna. Áætlað er að göngin verði tekin í notkun í desember á næsta ári en upphaflega var áætlað að göngin yrðu opnuð í desember á þessu ári.

UMMÆLI