Metanstöð Akureyringa tímabundið óvirk

Metanstöð Akureyringa tímabundið óvirk

Eina metanstöð Akureyringa er óvirk sem stendur. Þeir sem reiða sig á metan þurfa því að nota annan bílakost eða ferðamáta. Stætisvagnar Akureyrar þurfa að leigja bíla til að halda uppi fullri þjónustu þar sem hluti vagna þeirra gengur fyrir metani. Þetta kemur fram í umfjöllun á fréttastofu RÚV.

Á fimmtudagskvöldið var slökkvilið og lögregla kallað að metanhreinsistöð Norðurorku. Rör hafði farið í sundur sem gerði að verkum að súrefni kom að stöðinni. Það tókst að koma í veg fyrir sprengingu en verið er að vinna að greiningu á atburðum og kanna skemmdir.

Í samtali við fréttastofu RÚV segir Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, að eins og staðan er í dag sé metanið vissulega ekki tryggasti orkugjafinn. Notendur þurfi að vera meðvitaðir um að á meðan aðeins ein dælustöð sé í bænum geti þeir átt von á slíkum uppákomum. Helgi segist vonast til að viðgerð ljúki sem allra fyrst en getur ekki gefið nánari tímasetningu.

Lesa má heildarumfjöllun RÚV með því að smella hér.


UMMÆLI

Sambíó