#metoo viðburður í Samkomuhúsinu


#metoo baráttan hefur farið sem bylgja um heim allan í kjölfar þess að leikkonur í Bandaríkjunum stigu fram og sökuðu framleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. En óviðeigandi hegðun, áreitni og ofbeldi virðast ekki láta neina starfsstétt ósnortna.

Sunnudaginn 10. desember klukkan 16, á alþjóðadegi mannréttinda og lokadegi sextán daga átaks Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, mun fjölbreyttur hópur íslenskra kvenna koma saman í Samkomuhúsinu og lesa frásagnir sem litið hafa dagsins ljós í #metoo baráttunni hér á landi.

Samhliða því verða svipaðir viðburðir í Borgarleikhúsinu og í Herðubreið á Seyðisfirði. RÚV mun streyma beint frá öllum viðburðunum á vefsíðu sinni en það er María Pálsdóttir, leikkona, sem heldur utan um viðburðinn á Akureyri.

Meðal þeirra sem lesa á Akureyri eru Sunna Borg, Hilda Jana, Ásta Sighvats, Elma Eysteinsdóttir, Soffía Gísladóttir, Auður Ingólfsdóttir, Jenný Lára Arnórsdóttir, Saga Jónsdóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir ofl. Konurnar og frásagnirnar sem þær lesa eru úr röðum eftirfarandi #metoo hópa:

Konur í sviðslistum og kvikmyndagerð
Konur í stjórnmálum
Konur í fjölmiðlum
Konur í íþróttum
Konur í tónlist
Konur í tækni- og hugbúnaðariðnaði
Konur í verkalýðshrefingunni
Konur í vísindum
Konur í réttargæslu

Þú getur nálgast viðburðinn og nánari upplýsingar um hann hér.

Þær konur sem skipa skipulagshóp viðburðanna eru þær Anna Lísa Björnsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sara Martí Guðmundsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Silja Hauksdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó