Mexíkósku landsliðskonurnar í Þór/KA framlengja samninga sínamynd: thorsport.is/Palli Jóh

Mexíkósku landsliðskonurnar í Þór/KA framlengja samninga sína

Mexíkósku landsliðskonurnar Sanda Mayor og Bianca Sierrra sem leikið hafa með Þór/KA í Pepsi deild kvenna síðustu ár framlengdu samninga sína við félagið í dag.

Sandra og Bianca hafa verið með betri leikmönnum liðsins, en Sandra hefur skorað 55 mörk í 64 leikjum fyrir liðið og Bianca hefur leikið 42 leiki í vörninni.

Þá hefur einnig verið staðfest að þjálfari liðsins, Halldór Jón Sigurðsson, mun halda áfram með liðið næsta sumar.

Sambíó

UMMÆLI