beint flug til Færeyja

Miðgarðskirkja tryggð fyrir tæpar 30 milljónir

Miðgarðskirkja tryggð fyrir tæpar 30 milljónir

Tæplega fjórar milljónir hafa safnast inn á reikning sóknarnefndar Grímseyjarkirkju eftir að söfnun var sett á laggirnar í síðustu viku. Kirkjan sem brann til grunna í síðustu viku var tryggð fyrir tæplega 30 milljónir króna. Þetta kemur fram í umfjöllun á vef RÚV.

Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar segir söfnunina ganga vonum framar. „Við erum búin að safna tæpum fjórum milljónum sem er bara frábært. Það er allskonar fólk sem er að leggja inn stórar og smár upphæðir. Allt frá þúsund köllum í stórar upphæðir,“ segir Alfreð. 

Matsmaður frá tryggingarfélagi safnaðarins kom út í Grímsey á föstudaginn til að meta tjónið en kirkjan og innanstokksmunir voru tryggðir. „Já já það gekk vel og mér skilst að kirkjan og munir sem þar voru séu metnir á um 30 milljónir.“

Íbúafundur var um málefni kirkjunnar á dögunum þar sem vilji íbúa til að byggja nýja kirkju var staðfestur. „Það er rosalegur samhugur í fólki og allir ákveðnir í að hér skuli rísa ný kirkja. Við ákváðum að hún yrði í svipuðum stíl en sú sem fyrir var en kannski aðeins breiðari,“ segir Alfreð.

Afþakka kirkju frá Keflavík

Mbl.is greindi frá því í gær að Gríms­ey­ing­ar samþykktu á fundi að þiggja ekki að gjöf kirkju sem starfsmannafélag slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli bauð þeim að gjöf. Al­freð Garðars­son sagði kirkjuna því miður ekki henta. „En þetta var ótrú­lega flott og rausn­ar­legt boð hjá þeim”.

Alfreð segir að styrktarreikningur sé enn opinn fyrir þá sem vilja taka þátt í endurreisn Miðgarðakirkju. Reikningnúmerið er: 565-04-250731-kt: 4602692539

UMMÆLI

Sambíó