Miðjan rændi Hagkaup og komst upp með það – Myndband

Miðjan: Gísli Máni og Gunnar Björn.

Strákarnir í Miðjunni eru aldrei uppiskroppa með efni og eru sífellt að finna upp á nýjum leiðum til að skemmta fylgjendum sínum. Miðjan samanstendur af tveimur strákum á Akureyri sem eru duglegir að taka upp sketcha sem þeir deila á samfélagsmiðlum en tæplega fimm þúsund manns fylgja strákunum á facebook.

Í dag birtu þeir myndband þar sem þeir gerðu tilraun til að ræna Hagkaup á Akureyri. Markmiðið var að stela orkudrykk og snakkpoka úr búðinni beint fyrir framan nefið á afgreiðslufólki og öryggisverði. Ótrúlegt en satt þá heppnaðist þetta hjá þeim.

Hagkaup hafði samband við Kaffið og benti á að undir venjulegum kringumstæðum hefðu myndavélar verið skoðaðar og haft samband við lögreglu. Það var ekki gert í þetta skiptið vegna þess að viðkomandi skilaði vörunum strax og útskýrði atvikið fyrir starfsfólki.
Hér að neðan má sjá myndbandið:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó