Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Mikil afþreying í boði um páskana

Páskarnir nálgast óðfluga og fyrir þá sem ekki ekki eru á leiðinni út úr bænum eða eru á leiðinni í bæinn fór Kaffið á stjá og athugaði hvaða afþreying væri í boði um helgina. Þetta er aðeins brot af því besta og tilvalin uppskrift að skemmtilegum páskum.

Hlíðarfjall

Mynd: hlidarfjall.is

Það hafa eflaust margir velt því fyrir sér að skella sér á skíði um páskana og hvar er betra að gera það en á Akureyri! Fjallið er opið alla páskana frá kl. 9 – 16.

Skautahöllin
Það er hvergi betri tími til að skella sér á skauta en um páskana.

Keiluhöllin
Nú fer að verða síðasti séns að skella sér í keilu á Akureyri þar sem hún kemur til með að loka 1. maí. Keiluhöllin verður opin um páskana.

Sundlaug Akureyrar
Þeir sem vilja skella sér í sund geta gert það alla páskana frá kl. 9 – 19.

Mynd: akureyri.is

Dynheimaball
Það er ekki bara unga fólkið sem þarf að skemmta sér um páskana! Dynheimaböllin hafa vakið mikla lukku undanfarin ár og þetta verður engin undantekning. Plötusnúðarnir N3 og Þórhallur í Pedró verða með hið árlega dynheimafjör í Sjallanum laugardagskvöldið 15. apríl.
30 ára aldurstakmark.

Græni Hatturinn

Græni Hatturinn bregst seint með sína flottu páskadagskrá. Margir listamenn koma fram að þessu sinni:
Miðvikudagur:  Killer Queen
Fimmtudagur: Pétur Jóhann – Óheflaður  kl. 20 og 22.30
Föstudagur: Úlfur Úlfur
Laugardagur: Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar
Sunnudagur: Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar

Menningarhúsið Hof

Fimmtudagur:
Leikritið Núnó og Júnía sýnt.
Föstudagurinn langi: 
Jesus Christ Superstar verður sett á svið í þriðja sinn í Hofi.
Nánari upplýsingar inn á www.mak.is

__________________________________________________

Fyrir þá vinnuþjarka sem standa á bakvið þessar afþreyingar og þurfa að vinna alla páskana er kannski vert að minna þá á að vinnan er mun betur borguð þessa helgi en aðrar.

Fimmtudagur / Skírdagur: Lögbundinn frídagur (45% álag allan daginn).
Föstudagurinn langi: Stórhátíðarkaup.
Sunnudagur / Páskadagur: Stórhátíðarkaup.
Mánudagur / Annar í páskum: Lögbundinn frídagur (45% álag allan daginn).

Gleðilega páska!

UMMÆLI

Sambíó