Færeyjar 2024

Mikill erill lögreglu á Bíladögum

Mikill erill lögreglu á Bíladögum

Um helgina fóru Bíladagar fram en hátíðin hefur nú verið haldin í yfir 20 ár og er nokkurs konar árshátíð áhugafólks um mótorsport. Alls komu 150 mál á borð lögreglu á nýafstöðnum bíladögum. Þrátt fyrir það fór helgin betur fram en oft áður að sögn Aðalsteinn Júlíusson, varðstjóra hjá Lögreglunni á Akureyri. Þetta kemur fram á vef fréttastofu RÚV.

Þó nokkuð hefur verið kvartað undan hátðinni á Akureyri undanfarin ár en bíladagar hafa verið gagnrýndir fyrir hávaða, slagsmál og glæfraakstur. Nú hefur Bílaklúbbur Akureyrar markvisst reynt að minnka neikvæð áhrif hátíðarhaldanna og sett sér ákveðnar siðareglur sem gestir bíladaga eru hvattir til að fara eftir.  

Samkvæmt fréttastofu RÚV komu um 150 mál inn á borð lögreglunnar þessa helgi. Mest var að gera á tjaldsvæði Bílaklúbbsins við Hlíðarfjallsveg þar sem lögreglan þurfti að skipta sér af þó nokkrum slagsmálum. Nokkuð var um bæði ölvunar- og fíkniefnaakstur sem og að próflausir og vímaðir menn sætu undir stýri. Eitthvað var um hraðakstur sem var mestur mældur í umdæminu 143 kílómetrar á klukkustund. Alls sátu sjö menn í fangaklefa lögreglustöðvarinnar á Akureyri um helgina.

UMMÆLI

Sambíó