Milljarður rís á Akureyri 17.febrúar

Mynd fengin úr viðburði: Menningarhúsið Hof.

Milljarður rís er einn stærsti viðburður í heimi þar sem að 200 lönd dansa fyrir hugrökkum konum um heim allan og Ísland lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta. Þessi sameiningarstund hefur verið haldin árlega á Íslandi síðan árið 2012.
sem berjast gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi.
UN women býður að þessu sinni til dansbyltingar í Menningarhúsinu Hofi þann 17.febrúar næstkomandi.
Viðburðurinn er ætlaður til þess að sýna samstöðu og stuðla að heimi án ofbeldis. Konur um allan heim þurfa að berjast gegn mótlæti, óréttlæti og misbeitingu í daglegu lífi og þess vegna er nauðsynlegt að standa saman gegn því og standa með konum.
Allir eru hjartanlega velkomnir á viðburðinn sem mun standa yfir milli 12 og 13 að hádegi og þar verður dansað konum til stuðnings.

Landsnefndin skorar sérstaklega á skóla, vinnustaði og aðrar stofnanir um að fjölmenna, en þeirri áskorun hefur ávallt verið vel tekið síðastliðin ár.

,,Látum jörðina hristast með samtakamættinum! Þú vilt ekki missa af þessu!“ stendur í viðburðinum á facebook en þú getur lesið nánar um hann hér.
Hér að neðan er hægt að sjá myndband frá viðburðinum frá því í fyrra, í Reykjavík.

Sambíó

UMMÆLI