Minna Netflix meiri lestur

Stundum er gott að fara út fyrir þægindarammann og lesa það sem viðkomandi hefði vanalega ekki valið. Kannski reynist „leiðinlega“ bókin vera einmitt sú skemmtilega.

Amtsbókasafnið hvetur alla til að líta á áskorunina sem gengur út að hvetja fólk til að lesa a.m.k. 26 bækur á árinu 2018. Með áskoruninni vill Amtsbókasafnið efla bókalestur í samfélaginu. Tungusófinn og Netflix vísa í síðasta áramótaskaup þar sem hið svokallaða bókmenntaeftirlit ræðst inn á íslenskt heimili og athugar hvort það standist kröfur um íslenska menningu.

Á facebook síðu Amtbókasafnsins á Akureyri birtist fréttatilkynning um áskorunina og viðbrögð við færslunni fóru fram úr björtustu vonum og hafa hátt í 300 manns deilt henni. Nota má myllumerkið #26bækur til að vekja athygli á áskoruninni, lestri og bókum.

„Starfsfólk Amtsbókasafnsins er afar hrært yfir þessum stórkostlegu viðbrögðum og fljótt varð ljóst að þessum mikla áhuga þurfti að fylgja eftir. Því var stofnaður hópur á Facebook sem heitir einfaldlega #26bækur. Þangað eru allir þátttakendur áskoruninnar velkomnir, sem og allir þeir sem eru áhugasamir eða ætla jafnvel aðeins að lesa eina bók af listanum. Aðalatriðið er að lesa og þá helst aðeins meira en vanalega“ kemur fram í fréttatilkynningunni á facebook síðu Amtbókasafnsins.

Sambíó

UMMÆLI