NTC netdagar

Minna um spól og læti á Bíladögum í ár

Lögreglustöðin á Akureyri

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur orð á því að Bíladagar hafi farið vel fram um helgina, ef marka má tilkynningu frá þeim um helgina á facebook. Þar segir að þeim sýnist minna vera um að gestir hátíðarinnar hafi verið að spóla og þenja bíla í bænum, en það hefur ávallt verið einn versti fylgifiskur hátíðarinnar í augum Akureyringa.
Lögreglan fullyrti að hún ætlaði sér að vera afskiptasöm í umferðinni og gera sitt besta til þess að næturró yrði ekki raskað í bænum.
Akureyri fékk marga gesti síðastliðna viku, sérstaklega þegar nær dróg helginni, bæði vegna Bíladaga og vegna Júbilantahátíð Menntaskólans á Akureyri og brautskráningar frá skólanum.
Það hefur ekki farið framhjá árvökulum bæjarbúum að eftirlit lögreglunnar var mikið um helgina, bæði í umferðinni og í miðbænum kringum næturlífið.

Hér að neðan má sjá tilkynninguna frá lögreglunni í heild sinni:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó