Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 

Næstkomandi sunnudag, 16 nóvember, verður haldinn minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa hjá Súlum, björgunarsveit Akureyrar, að Hjalteyrargötu 12.

Dagurinn er til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á notkun öryggisbelta.

Dagskrá hefst klukkan 14:00 við Hjalteyrargötu 12
Svava Hrund Friðriksdóttir syngur When I think of angels við undirleik Heimis Bjarna Ingimarssonar
Fulltrúi frá bæjarstjórn Akureyrar flytur ávarp
Þórdís Gísladóttir flytur reynslusögu sína
Séra Sindri Geir Óskarsson flytur hugvekju og stýrir einnar mínútu þögn
Viðbragðsaðilar stilla sér upp fyrir myndatöku
Boðið verður upp á kaffi, kakó og með því.

Einkennislag dagsins er lag KK, When I Think of Angels, í flutningi hans og Ellenar sem samið var til minningar um systur þeirra sem lést í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1992. Lagið verður flutt samtímis á öllum útvarpsstöðum klukkan 14 á minningardaginn.

Öll eru velkomin nánari upplýsingar má finna á Facebook-viðburði hér: https://fb.me/e/7NKEuqH4l

COMMENTS