Minningarstund um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi

10. september næstkomandi er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga. Á honum verður haldin sérstök minningarstund í Akureyrarkirkju um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi kl. 20.00.
Sr. Svavar A. Jónsson verður með bænastund, Guðfinna Hallgrímsdóttir og Sigurður Kristinsson flytja reynslusögu og Eyþór Ingi Jónsson ásamt Elvý G. Hreinsdóttur sjá um tónlist og söng.

Kveikt verður á kertum til minningar um þau látnu og síðan endað á kaffi og spjalli eftir athöfnina.
Stjórn Samhygðar býður alla hjartanlega velkomna.

Sambíó

UMMÆLI