Móðir stúlkunnar sem keyrt var á hvetur ökumanninn til að gefa sig fram

Amelía marðist töluvert í andliti við áreksturinn.

Keyrt var á unga stúlku í gær á gangbrautinni við Verkmenntaskólann á Akureyri og ökumaðurinn er enn ófundinn. Móðir stúlkunnar, Ingibjörg Elín Harðardóttir, hvetur hann til þess að gefa sig fram til lögreglu.

,,Skiljanlega eru viðbrögð okkar ólík þegar áfall ríður yfir og það er áfall að verða fyrir bíl og ekki síður að keyra á aðra manneskju. Við erum ekki reið en teljum nú kannski best fyrir andlega líðan ökumanns að láta vita af sér til lögreglu. Ekki fyrir skammir heldur hreinlega til að fá að vita að það lítur út fyrir að manneskjan sem hann keyrði á hafi sloppið nokkuð vel og einnig til að ökumaður þurfi ekki að bera þetta einn með þeirri vanlíðan sem ég ætla að gefa mér að því fylgi,“ segir í færslu Ingibjargar.

Amelía Rún Pétursdóttir, stúlkan sem um ræðir, var að ganga yfir gangbrautina þegar ökumaðurinn keyrir á hana með þeim afleiðingum að hún missti gleraugun sín og sjónina tímabundið. Ökumaðurinn stoppaði og spurði hana hvort að í lagi væri með hana og keyrði í burtu en sökum þessa sá hún ekki framan í hann. Af röddinni að dæma heyrði hún þó að þetta væri ungur drengur.
Amelía virðist hafa sloppið ágætlega en er þó nokkuð marin hér og þar, þá aðallega í andliti.

Hér að neðan má sjá færslu Ingibjargar í heild sinni: 

Frekar mikið sjokkerandi að fá símtal frá barninu sínu að það hafi verið keyrt á það á meðan það gekk yfir gangbraut, sérstaklega þegar mamma og pabbi eru langt í burtu. Enn verra er að viðkomandi ökumaður skyldi biðjast afsökunar, setjast upp í bil og keyra í burtu. Amelía missti gleraugun og sjónina fyrst um sinn og sá því ekki ökumanninn né bílinn og veit því ekki um hvern ræðir. Sem betur fer virðist hún hafa sloppið vel fyrir utan mar hér og þar, aðallega í andliti. Skiljanlega eru viðbrögð okkar ólík þegar áfall ríður yfir og það er áfall að verða fyrir bíl og ekki síður að keyra á aðra manneskju. Við erum ekki reið en teljum nú kannski best fyrir andlega líðan ökumanns að láta vita af sér til lögreglu. Ekki fyrir skammir heldur hreinlega til að fá að vita að það litur út fyrir að manneskjan sem hann keyrði á hafi sloppið nokkuð vel og einnig til að ökumaður þurfi ekki að bera þetta einn með þeirri vanlíðan sem ég ætla að gefa mér að því fylgi. Óhappið átti sér stað á gangbrautinni á Mýrarvegi við VMA og miðað við rödd ökumanns var um ungan dreng að ræða.

 

Sambíó

UMMÆLI