Möguleg slydda og snjókoma í nótt

Mynd: Öxnadalsheiði.

Einhverjar líkur eru á slyddu og snjókomu í nótt á fjallvegum á Norðurlandi. Lögreglan á Norðurlandi eystra vekur athygli á þessu á facebook-síðu sinni en athugasemdin barst frá vakthafandi veðurfræðingi. Þeir sem eru á ferðinni í kvöld og nótt eru beðnir að fara varlega þar sem líklega getur myndast einhver hálka á fjallvegum. Hægt er að fylgjast nánar með færð og veðurskilyrðum á heimasíðu Vegagerðarinnar hér. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó