Mótmæla harðlega þeirri stéttaskiptingu og siðblindu sem skekur þjóðfélagið í dag

Mynd frá Aðalfundi Einingar-Iðju.

Aðalfundur Einingar-Iðju, haldinn í Hofi 22. mars 2018, mótmælir harðlega þeirri stéttaskiptingu og siðblindu sem skekur þjóðfélagið í dag.

Það er algerlega óþolandi að laun og bónusar til forstjóra hækki um meira en þreföld lágmarkslaun verkafólks á mánuði.

Fundurinn hvetur öll stéttarfélög til að vinna vel að sinni kröfugerð og búa sig undir harðar deilur næsta vetur. Verkafólk getur hvorki né vill láta traðka svona á sér. Það verður að sýna atvinnurekendum og ríkisvaldi að nú sé nóg komið.

Ennfremur samþykkir fundurinn að hvetja stjórn lífeyrissjóðsins Stapa til að setja skýrari reglur um ráðstafanir ef fyrirtæki sem sjóðurinn er eigandi að veður áfram eins og stjórn N1 gerði með óheyrilegum greiðslum til forstjórans.

Fyrst góðærið er svona mikið þá á verkafólk að njóta þess. Ekki bara þingmenn, forstjórar og annað „sjálftökulið“.

Sambíó

UMMÆLI