Móttaka flóttafólks á Akureyri gengur velMynd: Akureyrarbær

Móttaka flóttafólks á Akureyri gengur vel

Frá árinu 2016 hefur Akureyrarbær tekið á móti 53 flóttafólki, þar af voru 48 frá Sýrlandi og fimm frá Afganistan. Hlutverk bæjarins er að veita fólkinu stuðning í að verða sér úti um húnsæði og framfærslu en skólakerfið er líka mikilvægt í þessu samhengi. Reynslan sýnir að flóttafólk er duglegt á vinnumarkaðnum og mikilvægt er fyrir það að börnum þeirra vegni vel í skóla.

Markmið flóttafólksins er yfirleitt að eignast betra og öruggara líf og hefur koma þeirra til Akureyrar gengið vel fyrir sig sagði Anna Marit Níelsdóttir, formaður félagsþjónustu Akureyrarbæjar, í viðtali við RÚV í gær.

Stefnt er á að taka á móti fleira flóttafólki í framtíðinni segir Anna Marit, enda skipti það samfélagið máli að fá það fólk til landsins. Í því samhengi benti hún á niðurstöður erlendra rannsókna sem sýndu fram á að flóttafólk skili hagnaði í þjóðfélagið eftir ákveðinn tíma.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó