Myndband: sjáðu leysingarnar í Glerá – Eyjafjarðabraut lokuð við Möðruvelli og Þverá

Myndband: sjáðu leysingarnar í Glerá – Eyjafjarðabraut lokuð við Möðruvelli og Þverá

Gríðarlegar leysingar standa nú yfir í ám og lækjum á Norður- og Austurlandi. Hitinn og vindurinn síðustu daga gera það að verkum þó lítil sem engin úrkoma hafi verið undanfarna daga. Búið er að loka Eyjafjarðarbraut við Þverá og við Möðruvelli til að mynda og fleiri vegir í hættu.
Lögreglan á Akureyri hefur beðið íbúa á Norðurlandi að vera ekki á ferðinni á þjóðvegum að óþörfu þar sem búast má við áframhaldandi vatnavöxtum. Þá hefur lögreglan einnig beðið íbúa að vera ekki á ferðinni á göngustígum og lægðum kringum Glerá.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig staðan í Glerá var nú í kvöld þegar Kaffið átti þar leið hjá.

UMMÆLI