N4 gefur hluta af auglýsingatekjum sínum til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis

N4 gefur hluta af auglýsingatekjum sínum til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis

Sjónvarpsstöðin N4 tekur þátt í bleikum október svokölluðum, en það er sérstakt átak á vegum Bleiku Slaufunnar til að vekja athygli á krabbameini hjá konum. N4 segist ætla að leggja sig fram við fjalla um málefnið með áhugaverðum og hagnýtum innslögum. Þannig er t.a.m. umfjöllun í þættinum Að Norðan, sem sýndur verður annað kvöld kl. 20 á N4, um leghálskrabbameinsskoðun. N4 birti sýnishorn úr þættinum í dag með yfirskriftinni:
,,Ert þú búin að fara í skoðun nýlega? En systir þín, vinkona þín eða dóttir þín? Endilega deilið þessum pósti til áminningar – og horfum svo á Að Norðan kl 20.00 annað kvöld þriðjudaginn 2.okt, þar sem Skúli Bragi kemur með í skoðun hjá Sjúkrahúsið á Akureyri og fræðist um krabbameinsleit.“

N4 ætlar einnig að láta hluta af auglýsingatekjum októbermánaðar renna til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Nánar um Bleiku Slaufuna og átök tengt því má finna á heimasíðu Bleiku Slaufunnar hér. 

 


UMMÆLI