Múlaberg

Natan Dagur datt út í lokaþættinum

Natan Dagur datt út í lokaþættinum

Natan Dagur Benediktsson tók þátt lokaþættinum af The Voice í Noregi í kvöld. Natan var einn fjögurra keppanda í lokaþættinum en komst því miður ekki áfram í lokaúrslitin. Natan Dagur fékk ekki nógu mörg atkvæði í áhorfendakosningu til þess að verða annar af tveimur keppendunum sem berjast um endanlegan sigur. Natan flutti lagið „Lost on You“ með Lewis Capaldi en norskir veðbankar töldu hann líklegastan til sigurs fyrir úrslitakvöldið.
Erlend Gunstveit sigraði keppnina.

Frammistöðu Natans í kvöld má sjá hér á vef TV2.

Erlend Gunstveit sigurvegari The Voice 2021 í Noregi
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó