Færeyjar 2024

Netflix sendir fullt af verkefnum til Akureyrar

Netflix sendir fullt af verkefnum til Akureyrar

Bandaríska streymisveitan Netflix sendir fjölda verkefni alla leið til Akureyrar tengdum kvikmyndatónlist vegna kórónuveirufaraldursins. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfonia Nord, er ein af fáum hljómsveitum heimsins þessa dagana sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum. Vísir greinir frá.

Vegna samkomubanns mega ekki fleiri en 20 vera í sama rýminu og þurfti því að skipta hljómsveitinni upp í minni einingar í Menningarhúsinu Hofi, þar sem miðstöð Sinfonia Nord er. Allir meðlimir sveitarinnar þurfti að fá grænt ljós frá hjúkrunarfræðingi en Netflix, líkt og almannavarnir, krefst þess að sóttvarnir séu í fyrirrúmi. Hljóðfæraleikararnir eru með grímu í almennum rýmum auk þess sem að fulltrúi almannavarna er á staðnum og gætir þess að allt fari fram samkvæmt settum reglum.

Verkefnin hreinlega hrúgast inn að sögn Þorvaldar Bjarna, framkvæmdarstjóra hljómsveitarinnar. Í samtali við Vísi segir hann þetta ótrúlegt. „Við eiginlega trúum því ekki hvað er að gerast. Við virðumst vera eina sinfónuhjómsveitin í heiminum sem getur veitt þessa þjónustu núna, ekki það að við vorum löngu byrjaðir á því. Núna erum við að taka upp tónlist fyrir þriðju Netflix-kvikmyndina okkar í röð.“

Sambíó

UMMÆLI