Norðlendingar gerðu gott mót á Mjölni OpenSigurvegarar í opnum flokki karla og kvenna frá móti helgarinnar

Norðlendingar gerðu gott mót á Mjölni Open

Mjölnir Open 2021 fór fram um síðustu helgi í Mjölni í Reykjavík þar sem keppt var í brasilísku Jiu Jitsu. Þátttakendur voru alls staðar af landinu og voru fulltrúar norðurlands frá bardagaklúbbnum Atlantic AK átta talsins. Mótið var það stærsta hingađ til en 94 keppendur tóku þátt. Góð stemmning var í Mjölni og eiga þeir hrós skilið fyrir vel skipulagt mót, segir í tilkynningu frá Atlantic AK. 

Tvö gullverðlaun og ein bronsverðlaun skiluðu sér norður yfir heiðar. Anna Soffía Vikingsdóttir hreppti gullið í sínum flokki og varð einnig meistari í opnum flokki kvenna eftir æsispennandi úrslitaglímu við Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur. Rut Pétursdóttir frá Atlantic AK hafnađi í þriðja sæti í sínum flokki. Eiður Sigurðsson úr VBC sigraði opinn flokk karla eftir úrslitaglímu við Halldór Loga Valsson úr Mjölni.

Yfirþjálfari hjá Atlantic AK, Tómas Pálsson, sagðist vera gríðalega stoltur af sínu fólki og að keppnislið klúbbsins væri bara rétt að byrja og nú væri stefnan tekin á fleiri mót.

UMMÆLI

Sambíó