Norðurlandsmeistarar fimmta árið í röð

Norðurlandsmeistarar fimmta árið í röð

KA menn urðu í gærkvöld Norðurlandsmeistarar karla í fótbolta fimmta árið í röð með sigri á nágrönnunum í Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í Boganum á Akureyri.

KA vann leikinn 3-0 með mörkum frá Andra Fannari Stefánssyni, Nökkva Þey Þórissyni og Ívari Erni Árnasyni. Þetta er fimmta árið í röð sem að KA vinnur mótið.

COMMENTS