Prenthaus

Ný áform fyrir bankahúsið í GeislagötuMynd: Vikublaðið

Ný áform fyrir bankahúsið í Geislagötu

Frá því að Arion banki flutti starfsemi sína á Glerártorg hefur Geislagata 5 staðið algerlega autt. Nú á dögunum tók þó skipulagsráð jákvætt í erindi T. Ark arkitekta en húsið hefur verið í eigu SS-Byggir frá árinu 2021.

T. Ark arkitektar leggja til að húsið standi á allt að fimm hæðum þar sem sú efsta verður inndregin, auk þess sem áætlað er að bæta við svölum á húsið sem ganga um tvo metra út fyrir byggingarreitinn. Loks er farið fram á byggingu sólskála mót suðri. Hugmyndin er sú að jarðhæðin verði undir alls kyns verslun og þjónustu á meðan efri hæðirnar verði íbúðarhús.

Nú hefur skipulagsráð heimilað umsækjenda að leggja fram deiliskipulagsbreytingar á svæðinu en aðgengi með fram sólskála skal alltaf tryggt.

UMMÆLI

Sambíó