Ný gangbrautarljós við Hörgárbraut og StórholtGangbrautaljósin eru við gatnamót Hörgárbrautar og Stórholts.

Ný gangbrautarljós við Hörgárbraut og Stórholt

Unnið er að því hörðum höndum að ljúka endurnýjun gangbrautarljósanna við gatnamót Hörgárbrautar og Stórholts. Með nýjum ljósum er vonast til að öryggi vegfarenda aukist enn frekar. Þetta kemur fram í frétta á vef Akureyrarbæjar.

Fyrir ári síðan var skipt um staura, kapla og lýsing bætt. Nú er hins vegar verið að skipta um sjálf gangbrautarljósin og setja LED perur, endurnýja hnappa og stjórntölvu.

Slökkt er á ljósunum á meðan vinnunni stendur. Vonast er til að hægt verði að kveikja á þeim að nýju á morgun.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar framkvæmdir kunna að valda. Vegfarendum er þó bent á gangbrautarljós um 180 metra sunnar, rétt norðan við Glerárbrúna. Þau ljós voru tekin í notkun í nóvember. Í báðum tilvikum eru ljósin skærari en tíðkast hefur áður.

Þá er svokallaður þreififlötur ofan á hnöppunum sem gefur blindum og sjónskertum til kynna hvernig leiðin er yfir götuna, það er að tvær akreinar eru í hvora átt og á miðri leið er umferðareyja. Allt er þetta gert til að auka þægindi og öryggi vegfarenda.

Sambíó

UMMÆLI