Ný könnun RHA um fylgi flokkana

Ný könnun RHA um fylgi flokkana

Samkvæmt nýrri könnun RHA um fylgi flokkana í Norðausturkjördæmi mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi í kjördæminu eða 23%.

Framsóknarflokkur mælist með 18,2% fylgi, VG með 14,2%, Samfylkingin með 10,9%, Miðflokkurinn 9,7%, Píratar 7,9%, Sósíalistaflokkurinn 7,1%, Viðreisn 4,6%, Flokkur fólksins 3,9% og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með 0,4%.

Könnunin var framkvæmd af Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) dagana 26. ágúst til 6. september. Um er að ræða netkönnun meðal fólks í álitsgjafahópi RHA í Norðausturkjördæmi. Könnunin var send á 2610 netföng og bárust 1354 svör. Gögnin voru vigtuð eftir búsetu og aldri til þess að endurspegla betur lýðfræðina í síðustu kosningum. Eftir vigtun eru svörin 1268.

UMMÆLI

Sambíó