Ný líkamsrækt á Akureyri – Heilsuþjálfun skiptir um eigendurFrá vinstri: Helga Sigrún Ómarsdóttir, Erlingur Örn Óðinsson, Björk Óðinsdóttir og Blaine Patrick.

Ný líkamsrækt á Akureyri – Heilsuþjálfun skiptir um eigendur

Æfingastöðin Heilsuþjálfun, sem er til húsa við Tryggvabraut, er komin í nýjar hendur. Það eru þau Erlingur Örn Óðinsson, Helga Sigrún Ómarsdóttir, Björk Óðinsdóttir og Blaine Patrick sem keyptu stöðina af hjónunum Davíð og Evu, sem hafa átt og rekið Heilsuþjálfun í mörg ár. ,,Hér er komið ungt, kraftmikið fólk með mikinn metnað til að koma stöðinni á hærra plan,“ segir Davíð.

Miklar framkvæmdir og mikil fjölbreytni

Nýju eigendur nýta tímann vel í ástandinu nú í miklar framkvæmdir á húsnæðinu. Nýtt nafn á stöðinni er einnig væntanlegt en það mun vera tilkynnt síðar. „Það verða nýjar áherslur og mikil fjölbreytni. Markmiðið er að skapa skemmtilegan anda þar sem fólki líður vel að koma og hreyfa sig. Við getum ekki beðið eftir að fá að opna og taka á móti öllum þeim sem vilja æfa hjá okkur,“ segir Björk Óðinsdóttir, einn eigenda, í samtali við Kaffid.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó