Ný plata frá 7.9.13

Ný plata frá 7.9.13

Næstkomandi föstudag, þann 31 maí, á miðnætti er von á nýrri plötu frá akureyrsku hljómsveitinni 7.9.13. Platan ber nafnið Lose Control og er þeirra fyrsta plata. Inniheldur hún sjö lög, svokölluð EP-plata, og er hægt að nálgast hana á helstu streymisveitum svo sem Spotify og Youtube. Fengum við þrjá meðlimi bandsins í stutt viðtal þar sem við fengum að fræðast nánar um hljómsveitina og væntanlega plötu.

Hljómsveitina skipa þau: Ágúst Máni Jóhannsson, Elmar Atli Arinbjarnarson, Jóel Örn Óskarsson, Ólafur Anton Gunnarsson, Styrmir Þeyr Traustason og Særún Elma Jakobsdóttir.

Sambíó

UMMÆLI