Ný plata frá Emmsjé Gauta

SAUTJÁNDI NÓVEMBER

SAUTJÁNDI NÓVEMBER

Vinsælasti rappari landsins, Emmsjé Gauti á afmæli í dag og í tilefni dagsins hefur kappinn ákveðið að gefa út nýja plötu. Platan ber nafnið 17. nóvember og hægt er að nálgast plötuna frítt á  vefsíðunni emmsje.is. Í tilefni útgáfu plötunnar hefur Gauti efnt til útgáfuveislu á Prikinu í kvöld þar sem öll elítan í rappsenu Íslands kemur fram.

Það er STICKY Plötuútgáfa sem gefur út plötuna en það er nýtt label á vegum Priksins sem ætlar sér að gefa út plötur, styðja við bakið á okkar besta tónlistarfólki og koma nýju á framfæri.

Þetta er fjórða plata Gauta en áður hafði hann gefið út plöturnar Bara ég sem kom út árið 2011, Þeyr árið 2013 og Vagg og Velta sem kom út fyrr á þessu ári. Sú plata sló rækilega í gegn og hefur Gauti ákveðið að fylgja henni eftir.

Eins og fram hefur komið er platan ókeypis á vefsíðunni emmsje.is en þar er einnig hægt að spila tölvuleik sem gefinn var út í tilefni útkomu plötunnar.

UMMÆLI

Sambíó