Prenthaus

Ný viðbót við göngustígakerfi Akureyrar

Hákon Atli Aðalsteinsson, grunnskólanemandi, skrifar:

Síðastliðið vor var byrjað á framkvæmdum á nýjum stíg frá Vættagili að Hlíðarbraut til að tengja saman Brekkuna og Þorpið. Þetta er góður stígur sem tengir þessa tvo bæjarhluta vel saman.                                    Þessi nýi stígur liggur frá Vættagili í norðri og endar við Hlíðarbraut rétt við brúna yfir Glerá aðeins sunnar. Reyndar er einnig hægt að tengjast stígnum úr Huldugili en um leið og þessi leið var gerð var lagður stígur frá götunni meðfram Vættagilsbrekkunni.

Það var hægt að byrja að nota stíginn í  júní en hann var þó ekki alveg tilbúinn þar sem eftir var að malbika og setja ljósastaura til að lýsa veginn upp. Ég notaði stíginn mikið í sumar til þess að fara á fótboltaæfingar en ég æfi fótbolta með fjórða flokki KA og þetta styttir leiðina frekar mikið. Það tekur fimm til tíu mínútur að hjóla að KA heimilinu og um það bil 20 mínútur að ganga. Það tekur aðeins lengri tíma að hjóla að sundlauginni og það sama þegar þú gengur að sundlauginni. Það er líka hægt að beygja inn í Huldugil. Leiðin liggur í gegnum  smá skóg og þar skiptist hann í tvær leiðir. Önnur leiðin liggur niður á Hlíðarbraut og hin upp að Norðurorku. Eini galli stígsins er að hann fer framhjá ruslahaugunum og það er ógeðsleg lykt þar. Ég mæti oft fólki að skokka, labba eða hjóla stíginn. Það er stundum hægt að sjá kanínu en svo eru annars bara fuglar.
Stígurinn er hentugur fyrir alla sem æfa golf, fólk sem æfir með KA og að komast í sund. Nýi göngustígurinn sem tengir Þorpið og Brekkuna saman er góð viðbót við göngustígakerfi Akureyrar. Vonandi verður hann mikið meira notaður af íbúum Giljahverfis sem og öðrum íbúum sem vilja nota göngustíga og fara í gönguferðir (ef þú ferð upp að Norðurorku). Ég vil að fólk noti þennan stíg og fari í gönguferðir upp að Norðurorku. Það er fínt að labba þarna og þú getur líka farið út af stígnum og skoðað lífið í skóginum.

Hákon Atli Aðalsteinsson, grunnskólanemandi. 

UMMÆLI

Sambíó