Nýárskveðja KaffisinsMynd: Ármann Hinrik / Flickr.com/people/riverman

Nýárskveðja Kaffisins

Nú er enn eitt árið að líða undir lok og fjórða ár Kaffisins senn á enda. Kaffið.is fagnaði þriggja ára afmæli í september.
Við í ritstjórn Kaffisins erum hæst ánægð með árangurinn og erum ykkur, kæru lesendur, endalaust þakklát fyrir lesturinn. Það er ótrúlega gefandi að fá að færa ykkur fréttir af heimabænum okkar, Akureyri. En á árinu sem er að líða höfum við skrifað og fært ykkur 826 fréttir/greinar sem við erum ótrúlega stolt af. Áfram heldur Kaffið.is að vera mest lesni vefmiðill Norðurlands og ætlum okkur að halda þeim titli áfram árið 2020.
Við hlökkum til að færa ykkur glænýjar og ferskar fréttir á nýju ári.

Takk fyrir liðnar stundir og megi 2020 verða ykkur gæfuríkt og umfram allt gott. Gleðilegt nýtt ár!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó