Nýjar götur í Holtahverfinu fá nöfn

Nýjar götur í Holtahverfinu fá nöfn

Skipulagsráð Akureyrar samþykkti í dag tillögur ungmennaráðs um nöfn fjögurra nýrra gatna í Holtahverfinu. Göturnar eru staðsettar í nýjum hluta Holtahverfis austan Krossanesbrautar í Glerárhverfi og munu fá nöfnin Álfaholt, Dvergaholt, Hulduholt og Þursaholt.

Álfaholt verði syðst, síðan komi Dvergaholt, þá Hulduholt og síðan Þursaholt nyrst.

Nafnanefnd bæjarins gaf álit sitt á nöfnunum. Tveir af þremur nefndarmönnum lýstu ánægju með tillögu ungmennaráðsins en sá þriðji lagði til að í stað Þursaholts komi Jötunholt vegna nálægðar við örnefni á borð við Jötunvík, Jötunheima og Jötunfell. Þursaholt fékk hins vegar að standa.

Að auki lagði nafnanefndin til að væntanlegt íbúðasvæði við Kollugerðishaga verði kennt við móa, lón eða flöt og götur í hverfinu fái samsvarandi endingar. Spennandi verður að fylgjast með því.

Skoða má fundargerð Skipulagsráð með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó