NTC netdagar

Nýjasta skip Samherja sigldi inn Pollinn á páskadag

Það voru stoltir frændur sem sigldu (í kafi) inn á Pollinn í morgun og komu upp á yfirborðið framan við Samkomuhúsið.
Siglingin frá Murmansk gekk vel og tók ekki meira en þrjá sólarhringa, þrátt fyrir að hafa verið í kafi 2/3 hluta leiðarinnar. Kristján Vilhelmsson, sem var yfirvélstjóri á leiðinni, segir í samtali við Kaffið að þetta sé fyrsta kjarnorkuknúna skip Samherja. ,,Þetta er frekar snúið þar sem allir takkar í vélarrúminu eru merktir á rússnesku með kirilísku letri en við erum smám saman að snara þessu yfir á okkar ástkæra ylhýra og erum með góða rússneskumælandi vélstjóra í því,” segir Kristján.

Myndina tók Hallgrímur Ingólfsson í morgun þegar Samherjafrændurnir stilltu sér upp í turninum á nýjustu viðbótinni við Samherjaflotann.

Aðspurðir sögðust þeir frændur vera búnir að velta þessum möguleika fyrir sér í tölverðan tíma og hafi þurft að taka þessa ákvörðun í skyndi þegar tilboðið kom. ,,Þetta var svo gott tilboð að það var ekki hægt að hafna því,” segir Þorsteinn Már, sem er enginn nýgræðingur í að taka stórar ákvarðanir.
“Við ætlum að gera hann út á gullkarfa eða djúpkarfa sem heldur sig á milli 1000 og 2000 metra dýpi á Reykjaneshrygg og er illveiðanlegur í hefðbundin veiðarfæri. Það á eftir að þróa á hann veiðarfærin en við erum með ákveðnar hugmyndir”, segir Þorsteinn Már að lokum áður en þeir Kristján stilltu sér upp í turninum á þessu mikla fleyi til myndatöku.
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó